Safamýri seld 57, 108 Reykjavík (Austurbær)
69.900.000 Kr.
Fjölbýli
5 herb.
147 m2
69.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1963
Brunabótamat
44.010.000
Fasteignamat
60.200.000

101 Reykjavík fasteignasala kynnir: Falleg og vel skipulögð 5 herb. hæð með studio íbúð í bílskúr á besta stað í Safamýri.

Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með góðum skápum og flísum á gólfi, gengið er inn í borðstofu/hol með útgengi út á svalir og á vinstri hönd er rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi. Eldhús er bjart með tveimur gluggum og fallergri ljósri innréttingu, flísum á gólfi og góðu plássi fyrir eldhúsborð. Svefnherbergin eru fjögur, parket á gólfum og þrjú með skápum. Eitt herbergjanna er innaf eldhúsi en hin á herbergjagangi. Hjónaherbergi er með góðum skápum og útgengi út á svalir.  Baðherbergi er með lokuðum sturtuklefa og borði við vask, gluggi er á baði.
Eignin hefur aðeins verið endurnýjuð að innan og hluta af stofu tekin í herbergi, stúkað af með léttum veggjum. Ný gólfefni eru á forstofu, eldhúsi og baði.
Bílskúr stendur til hliðar við húsið en sambyggður, þar er innréttuð góð stúdioíbúð.
Sameiginlegt þvottahús er í sameign í kjallara ásamt geymslu.

Húsinu hefur verið haldið vel við og var þvegið og málað að utan 2014.
Sameign sem er snyrtileg, einnig er hjólageymsla í sameign, undir stiga úti.

Stutt í leikskóla, skóla og alla helstu þjónustu. Góð eign á frábærum stað.

Allar nánari uppl veitir Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. í síma 820-8101, [email protected] eða sölumenn á 101 Reykjavík fasteignasölu á [email protected] eða 511-3101.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 50.200,- með vsk

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..