Asparfell 4 seld í f, 111 Reykjavík (Efra Breiðholt)
37.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
93 m2
37.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1973
Brunabótamat
28.800.000
Fasteignamat
34.700.000

101 Reykjavík fasteignasala kynnir:  Rúmgóð þriggja herb. íbúð 93,6 fm. á 4.hæð, á góðum stað í Breiðholtinu. Stutt í alla þjónustu.
Nánari lýsing:
Mjög rúmgóð þiggja herbergja íbúð á fjórðu hæð. Komið er inn á gang/hol með góðum fataskápum, gengið er inn ganginn í tvö svefnherbergi og baðherbergi sem er með baðkari og tengi fyrir þvottavél. Til vinstri þegar komið er inn er eldhús  og stofa, að hluta til opið á milli, útgengi út á vestursvalir. Eldhúsinnrétting sem  hefur verið endurnýjuð hvít með dökkri bekkplötu, plast parket á gólfum.
Baðherbergi þarfnast endurnýjunar og eins þarf að yfirfara ofna í íbúiðnni og skipta út eftir þörfum.
Móða er á milli glerja í einhverjum gluggum.
Sér geymsla er i kjallara ásamt sameigninlegu þvottahúsi.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Sigurey Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari á [email protected] eða Björg k. [email protected] s.771-5501

Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..