Bakkastaðir í fjármögnunarferli 73b, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
69.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
106 m2
69.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1999
Brunabótamat
35.700.000
Fasteignamat
49.700.000

Glæsileg björt 4ra herbergja efri hæð í litlu fjölbýli með sérinngangi í staðarhverfi.  Einstaklega glæsilegt útsýni, þrjú svefnherbergi, sér þvottahús innan íbúðarinnar og tvennar svalir.

Skv. skráningu er birt flatamál eignarinnar 106,8 fm, þar af er íbúðarrýmið 101 fm og sérgeymsla 5,8 fm.
Lýsing: Íbúðin er á efri hæð í suðvesturenda hússins með sérinngangi. 
Forstofa er með flísum, fatahengi og skáp, frá forstofu er komið inn í hol.  Áhægri hönd frá holi er rúmgóð parketlögð stofa þar sem gengið er út á vestursvalir með einstöku útsýni m.a. á Esjuna, Akrafjall og Snæfellsjökul,  inn af stofu er eldhús með fallegri innréttingu og borðkrók við glugga, þaðan er gengið út á austursvalir með mjög góðu útsýni m.a á Úlfarsfell og nærumhverfi.
Á vinstri hönd frá holi er svefnherbergisgangur með 3 svefnherbergjum, salerni og þvottahúsi. 
Svefnherbergi með parketi og stórum skáp, tvö herbergi með parketi og skápum.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, innrétting og baðkar. 
Sérþvottahús með flísum á gólfi.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla eru við hlið hússins og þar er einnig sérgeymsla

Húsið stendur í botnlangagötu, góð bílastæði og aðkoma góð.  Við hlið hússins er leikskóli og í nágrenni eru skemmtilegt útivistarsvæði, góðar gönguleiðir, Korpugolfvöllur og fl. 

Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501.


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 
 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..