Austurgerði í fjármögnunarferli 3, 108 Reykjavík (Austurbær)
154.900.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
264 m2
154.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1970
Brunabótamat
82.100.000
Fasteignamat
99.150.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einkar vel staðsett einbýli með karakter á vinsælum stað í Reykjavík. Fallegt útsýni, gott aðgengi að eign og Eliðaárdalurinn í Göngufæri. Gróinn garður, rúmgóður pallur og bílskúr.  

Lýsing eignar: 

Efri hæð: Komið er inn í flísalagða forstofu, gluggi er gegnt inngangi sem gefur góða birtu og fallegt útsýni til austurs og á nærumhverfi. Stórir rúmgóðir forstofuskápar á hægri hönd frá inngangi. 
Gestasalerni er innan forstofu, flísalagt gólf, upphengt salerni innrétting með handlaug og stór spegill fyrir ofan.
Stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi. Einkar fallegt rúmgott parketlagt rými með útsýni. Útgengi er út á suðurpall frá stofu. Lítið mál er að bæta við aukaherbergi í enda á stofu.
Eldhús er opið innréttað á smekklegan hátt, efri og neðri skápar og skúffur að hluta. Innbyggð uppþvottavél, ofn og háfur. Góður búrskápur og skápur við borð. Við enda eyju er rými fyrir barstóla. Borðplata endurnýjuð 2019, ljós kvartsteinn, í eldhúsi var sett niðurfellt spanhelluborð þegar skipt var um borðplötu auk vasks og blöndunartækja. 
Stofa er björt, parketlögð, gólfsíðir stórir gluggar, hátt til lofts og einstakt útsýni. Útgengi er út á suðurpall frá stofu. Fallegur sérhannaður arinn hannaður í hús 2019. Í enda stofu eru hillur hvítlakkaðar áfestar við vegg. Í stofu er allt tilbúið til að gera herbergi í enda stofu við skáp er þannig á upphaflegri teikningu. 
Hjónaherbergi parketlagt og með rúmgóðum háglans skápum og viðarskúffum fyrir miðju, gluggar eru á tvo vegu í herbergi sem gefa birtu inn í rýmið og útsýni að nærumhverfi og til austurs.
Innangengt er frá hjónaherbergi inn á rúmgott snyrtilegt flísalagt baðherbergi. Innan baðherbergis er baðkar, blöndunartæki í vegg, hillur og nettir skápa fyrir ofan baðkar. Sturta er flísalögð og rúmgóð. Baðinnrétting með skúffum, hillu og handlaug sem situr á borði og nettum skáp til hliðar við spegil. Handklæðaofn er á baðherbergi.
Gólfhiti er í gólfum efri hæðar, gólfefni eru plankaparket og flísar á baðherbergjum og forstofu.

Neðri hæð: Gengið er niður fallegan stiga sem setur skemmtilegan karakter í húsið. Komið er niður í flísalagt bjart rými, þaðan er útgengi á tvo vegu  garði hússins.
Á hægri hönd er þvottahús með mjög rúmgóðri innréttingu með borði, vaski,  skápum, skúffum og innbyggðu plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Í enda við þvottahús hefur verið settur upp víngeymsla með hillum og hitastilli.
Undir stiga er útgengi út í garð. 
Miðrými/sjónvarpshol neðri hæðar er rúmgott, bjart og parketlagt, rúmgóðir skápar eru í miðrým og útgengi að garði. 
Svefnherbergi er tvö á neðri hæð hússins parketlögð björt og rúmgóð og annað með skáp.
Baðherbergi er snytilegt flísalagt, upphengt salerni, handklæðaofn, nett innrétting með handlaug og flísalagður sturtuklefi.
Gólfefni er plankaparket, flísar undir stiga og á baðherbergi. Þvottahús með máluðu gólfi.

Gengið er upp frá miðrými/sjónvarpsholi inn í herbergi sem nýtt er í dag sem æfingarými, inn af því er geymsla hússins ásamt hillum.(ekki full lofthæð). Hægt er að opna á milli æfingarýmis og þvottahúss.
Bílskúr er sambyggður húsi 23,2 fm heitt og kalt vatn, þriggja fasa rafmagn.
Möguleiki er á að skipta eigninni upp í tvær íbúðir.

Falleg eign með karakter á vinsælum stað á höfuðborgarsvæðinu þaðan sem stutt er í allar áttir og öll helsta þjónusta í göngufæri.

Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 


 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..