Eskihlíð seld 6b, 105 Reykjavík (Austurbær)
72.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
4 herb.
89 m2
72.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1956
Brunabótamat
35.300.000
Fasteignamat
47.800.000

101 Reykjavík fasteignasala kynnir í einkasölu: Einkar fallega mikið endurnýjaða og snyrtilega eign sem er vel staðsett í rólegri botnlangagötu í Hlíðunum. Suður-vestursvalir og gott aðgengi að húseign. Miðbærinn, Klambratún og Öskjuhlíð í göngufæri.

Lýsing eignar: Komið er inn í opið parketlagt anddyri/miðrými eignar sem tengir saman öll rými, þar er innbyggður fataskápur.
Eldhús glæsileg innrétting frá danska framleiðandanum HTH, hvítlökkuð með efri og neðri skápum og skúffum, gegnheil Core stone samskeytalaus akrýlsteinn í borðplötu. Spanhelluborð og háfur, stór bakaraskápur, innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél og tveir ofnar í vinnuhæð annar örbylgjuofn/ofn. Borðpláss er mjög gott og eyja þar sem eru skápar öðrum megin og pláss fyrir háa stóla hinum megin, þar undir er einnig aðgengi að skápum. Stór og veglegur búrskápur er í innréttingu. Öll tæki í eldhúsi eru frá AEG.
Stofa/borðstofa eru parketlagt bjart rými og með útgengi út á svalir til suð-vesturs falleg kvöldsólin og útsýni að Hallgrímskirkju.
Baðherbergi endurnýjað 2018, flísalagt gólf og að hluta við vegg og baðkar. Baðkar/sturta, hengi fyrir sturtu sérsmíðað, upphengt salerni, handlaug og spegill með lýsingu þar fyrir ofan. Innbyggður rúmgóður skápur er til móts við handlaug á baðherbergi. Ofn er við vegg inn á baðherbergi.
Hjónaherbergi rúmgott parketlagt og bjart með útsýni að Perlu og nærumhverfi og með innbyggðum skáp.
Svefnherbergi við hlið hjónaherbergis bjart, parketlagt og með útsýni að nærumhverfi til suðurs.
Svefnherbergi á hægri hönd frá anddyri/miðrými, rúmgott parketlagt og með innbyggðum skáp.
Pergo harðparket er á öllum parketlögðum rýmum eignar.

Geymsal 11,0 fm (er ekki inni í birtri stærð fm á íbúð), er í kjallara hússins. Gluggi er í geymslu. 
Sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla í kjallara ásamt salerni.
Sameiginleg bílastæði við hús og garður bakatil.

Eldvarnarhurðir í stigangi að íbúðum endurnýjaðar.
Gluggar endurnýjaðir í húseign.
Nýleg rafmagnstafla í sameign.
Þak tekið í gegn ásamt þakrennum og járni.
Grunnvatnslagnir yfirfarnar og fóðraðar 2018.

Góð eign á vinsælum stað í Reykjavík þar sem öll helsta þjónusta og afþreying er í göngufæri.
Sjón er sögu ríkari.


Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501.


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 
 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..