101 Reykjavík Fasteignasala kynnir: Fjölskylduvæna 214 fm eign á tveimur hæðum með 5 svefnherbergjum og bílskúr að Skógarás 13 í Árbænum. Vinsælt fjölskylduvænt hverfi þar sem útvist, Reiðhöllin Víðidal, sundlaug og gönguleiðir eru skammt undan.Lýsing eignar:
Neðri hæð: Komið er inn í flísalagða
forstofu með góðu skápaplássi. Á vinstri hönd er
þvottahús með hillum fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
H
jónaherbergi á gangi hægri hönd frá forstofu, bjart parkletlagt og með góðu skápaplássi. Útsýni er til austurs að Rauðavatni og umhverfi.
Baðherbergi er á milli svefnherbergja á gangi, flísalagt gólf og veggir að hluta. Baðinnrétting með skúffum og vaski, baðskápar við vegg í horni við glugga. Upphengt salerni, handklæðaofn og innangengt í flísalagða sturtu.
Barnaherbergi er til móts við hjónaherbergi, stórt, bjart, parketlagt og góður fataskápur. Tveir stórir gluggar eru í svefnherbergi er vísa í norður og að nærumhverfi.
Eldhús er opið að hluta, samliggjandi með borðstofu og stofu og heildarrými nýlega parketlagt. Innrétting með efri, neðri skápum og skúffum. Gott borðpláss, nýlegur gufuofn, spanhelluborð og háfur fyrir ofan.
Borðstofa og
Stofa er stórt rými með góða tengingu við eldhús. Útgengi er út á vestur svalir frá borðstofu.
Efri hæð: Fyrir miðju íbúðar er stigi er liggur upp á parketlagða efri hæð þar sem eru
þrjú svefnherbergi tvö með þakgluggum og bæði með góðu skápaplássi.
Þriðja herbergi fyrir miðju efri hæðar einkar rúmgott hátt til lofts að hluta með stórum glugga til norðus og þakglugga.
Salerni undir súð, handlaug er situr á léttri opinni innréttingu og salerni.
Pallur við stiga parketlagður hátt til lofts að hluta, getur nýst sem sjónvarpshol eða vinnuaðstaða.
Geymslurými mjög rúmgott með lýsingu er undir súð efri hæðar bæði austan og vestan megin efri hæðar.
Þakgluggar efri hæðar endurnýjaðir 2021.
Íbúð máluð 2020.
Parket í íbúð endurnýjað 2020.Geymsla er í kjallara hússins.
Sameiginleg
vagna og hjólageymsla á jarðhæð hússins.
Bílskúr fylgir eigninni með
sér bílastæði fyrir framan bílskúr. Heitt og kalt vatn, upphitaður, nett innrétting í enda við glugga og geymsluloft að hluta innan rýmis.
Staðsetning bílskúrs er góð á lóð þar sem hann liggur næst aðalinngangi hússins.
Góð aðkoma er að eign og sameiginleg bílastæði á lóð.
Hús múrviðgert og málað 2021.
Skipt um alla þakglugga 2021.
Skipt um þakjárn og þakkant á húseign 2021
Gluggaskipti á suður og austurhlið hússins 2017. Frábær fjölskylduvæn eign, björt með fallegu útsýni, þar sem í göngufæri er skóli, leikskóli, sundlaug, Reiðhöllinn Víðidal og öll helsta þjónusta er í næsta nágrenni.
Sjón er sögu ríkari.
Upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir [email protected] s.771-5501 eða Kristín Sigurey Sigurðardóttir [email protected] s.8208101.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 55.000,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d.