Þingás í fjármögnunarferli 22, 110 Reykjavík (Árbær)
126.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
214 m2
126.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1988
Brunabótamat
85.700.000
Fasteignamat
124.250.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einkar fjölskylduvænt einbýli með 5 svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum ásamt bílskúr á vinsælum stað í Árbænum. Gott aðgengi er að eign, stór og gróinn garður. Skólar, leikskólar, sundlaug, verslun og öll almenn þjónusta í næsta nágrenni.

Lýsing eignar: Neðri hæð.

Komið er inn í bjarta flísalagða forstofu og þaðan inn á gang neðri hæðar. Á neðri hæð er eitt gott svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús ásamt eldhúsi, stofu og borðstofu. 
Á vinstri hönd er stofa og borðstofa með stórum gluggum og útgengi út á suður pall sem er fyrir framan húsið. Á hægri hönd er stigi upp á aðra hæð, hol sem síðan leiðir inn í eldhús og að þvottahúsi sem er með útgengi út í garð, baðherbergi og einu rúmgóðu  svefnherbergi.

Stofa/borðstofa eru parketlagt, bjart samliggjandi rými, gluggar til suðurs og með útgengi að palli og efri glugga til vesturs.
Eldhús með parketi á gólfi, upprunalegri innréttingu, bjart með gluggaröð til vesturs með útsýni að garði og nærumhverfi og með góðum eldhúskrók. 
Þvottahús flísalagt gólf, rúmgott og með gluggum að bakgarði til norðurs.  Útgengi er um hurð að garði vestan megin við hús. 

Efri hæð:
Stigi parketlagður, liggur upp á aðra hæð þar sem komið er upp í afar rúmgott sjónvarpshol þar sem er hátt til lofts og góð birta. Þakgluggi er yfir stiga. 
Baðherbergi, flísalagt gólf, baðkar og salerni. Baðinnrétting hvít með neðri skápum, borði ásamt handlaug og spegli þar fyrir ofan. Innbyggð lýsing fyrir ofan spegil og efri skápur. Þakgluggi er á baðherbergi. 
Hjónaherbergi dúklagt á vinstri hönd er komið er upp stiga, rúmgott, bjart og með útgengi út á suður svalir. Fataskápur í hjónaherbergi.
Svefnherbergi við hlið hjónaherbergis dúklagt og með fataskáp. Útgengi er að suðursvölum frá herbergi.
Tvö svefnherbergi parketlögð eru norðan megin á hægri hönd er komið er upp stiga. Einkar rúmgóð herbergi með útsýni að garði húss og leikvelli skammt frá húseign og nærumhverfi.

Bílskúr er 34,3 fm., heitt og kalt vatn er í skúr og sjálfvirkur hurðaopnari. 
Inngönguhurð er við hliðina á bílskúrshurð
Bílastæði fyrir allt að 2-3 bíla fyrir framan bílskúr.

Hellulögn er á bílaplani og að aðalinngangi hússins. Hiti í plani, affall af húsi.
Húsið er að mestu leyti upprunalegt en hefur fengið nauðsynlegt viðhald eftir þörfum. 

Stór og gróinn garður sem vísar í suður, vestur og norður er við húseign.

Fjölskylduvæn eign í vinsælu hverfi í Árbæ þaðan sem skólar og leikskólar eru í göngufæri. Verslun og öll almenn þjónusta í næsta nágrenni ásamt einstöku útvistarsvæði og gönguleiðum í Árbæ og Árbæjarlaug innan hverfis.


Allar upplýsingar veita: Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected] og Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 77.900,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..