Flúðabakki seld 3, 540 Blönduós
31.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
2 herb.
66 m2
31.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1992
Brunabótamat
46.700.000
Fasteignamat
12.200.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í sölu: Flúðabakka 3. Einkar vel skipulögð tveggja íbúð í íbúðarkjarna fyrir 60 ára og eldri við heilsugæsluna á Blönduósi.  Staðsett á fallegum útsýnisstað við bakka Blöndu.
Nánri lýsing:

Komið er inn um sameiginlegan inngang og gang að íbúðum en 8 íbúðir eru í kjarnanum.
Frá gangi er komið inn í forstofu með góðu skápaplássi  
Úr forstofu eða holi er gengið inn í önnur rými íbúðarinnar sem eru eldhús og stofa samliggjandi, svefnherbergi, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og geymsla.

Eldhús er með upprunalegri hvítri og viðar innréttingu, með flísaglugga fram á gang til að hleypa inn birtu.  Stofa er rúmgóð og liggur við eldhús, er með útgengi út á hellulagða verönd og með útsýni að Blöndu. 
Svefnherbergi er stórt og bjart með og með góðu skápaplássi. 
Baðherbergi er stórt, flísalagt bæði gólf og veggir. Gott skápapláss er á baðherbergi og tengi fyrir þvottavél. 
Geymsla er svo inngang, með góðu hilluplássi.
Sameiginleg útigeymsla er til hliðar við inngang og þar hafa íbúar eina hillueiningu hver fyrir sig. 

Línolium dúkur er á gólfum nema á baðherbergi. 
Innréttingar eru allar hvítar með viðarköntum, vel með farnar. 

Sameiginlegt bjart rými er svo fyrir framan íbúðirnar þar sem íbúar hittast og njóta samveru. Rýmið er með útgengi út á hellulagða verönd. 
Nýir ofnar eru í öllu húsinu. 
Móða er á milli glerja í opnanlegu fagi í svefnherbergi. 
Þak hefur verið yfirfarið en smávægilegur leki er á samskeitum og er það í viðgerðarferli. 
Getur komið smávægilegur leki úr þakgluggum yfir vetrartímann í sameign. 
Þrif- og lagnaherbergi er einnig í sameign. 

Gott aðgengi er að húsi og næg bílastæði.


Allar upplýsingar veita: Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected] og Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] 
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 77.900,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..