101 Reykjavík fasteignasala kynnir til sölu: Sumarhúsalóðina Heyholt 43, er 3.921.- fm. Mjög vel staðsett í landi Heyholts, Borgarfirði.Lóðin er eignarlóð, hún er vaxin lyngi og kjarri og frá henni er útsýni til fjalla. Stutt er í rafmagn og vatn.
Lóðin er mjög vel staðsett á jaðarlóð innarlega í sumarhúsahverfinu. Umhverfið er einstakt og stutt er í margar náttúruperlur Borgarfjarðar. Gljúfurá í næsta nágrenni.
Sundlaugar á næsta leiti í Kraumu, Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Borgarnesi og tveir golfvellir í næsta nágrenni.
Leiðarlýsing: Eftir rúmlega 12 km. akstur frá Borgarnesi er beygt til hægri af vesturlandsvegi að afleggjara þar sem stendur Heyholt og Galtarholt 1, ekið að enda hverfis, ca. 2 km. þá er lóðin á vinstri hönd.
Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 77.900,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.